Tækifæri í netöryggi – opinn morgunfundur um styrki Eyvarar og Digital Europe
Eyvör – hæfnisetur í netöryggi (NCC-IS) býður, í samstarfi við Rannís og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi (EDIH-IS), til opins morgunfundar mánudaginn 17. nóvember um fjármögnun og tækifæri á sviði netöryggis og stafrænnar nýsköpunar.
Eyvör – hæfnisetur í netöryggi (NCC-IS) býður, í samstarfi við Rannís og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi (EDIH-IS), til opins morgunfundar mánudaginn 17. nóvember um fjármögnun og tækifæri á sviði netöryggis og stafrænnar nýsköpunar.
Á fundinum verður fjallað um netöryggisstyrki Eyvarar og Evrópustyrki á vegum Digital Europe, sem bjóða upp á spennandi möguleika fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja efla netöryggisstarf sitt og innleiða nýjar stafrænar lausnir.
Þar munu meðal annars styrkþegar frá Lagaviti og Defend Iceland deila reynslu sinni, auk þess sem sérfræðingar frá Rannís kynna nánar styrkflokkana.
Einnig verða erindi frá verkefnisstjóra Eyvarar og öryggisstjóra Arion banka, sem er jafnframt meðlimur í fagráði Eyvarar.
Dagskrá fundarins
- Opnun – Hrannar Ásgrímsson, verkefnisstjóri Eyvarar
- Erindi – Hákon, öryggisstjóri Arion banka og meðlimur í fagráði Eyvarar
- Reynslusaga – Jóhannes Eiríksson, Lagaviti
- Kynning á netöryggisstyrk Eyvarar – Eyjólfur Eyfells, Rannís
- Evrópustyrkir Defend Iceland – Hörn Valdimarsdóttir
- Evrópustyrkir Digital Europe – Sigþrúður Guðnadóttir, Rannís
📍 Staðsetning: Arion banki, Borgartúni 19, salur Þingvellir
☕ Létt morgunhressing frá kl. 8:30
🕘 Dagskrá hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 10:15
Fundurinn er öllum opinn – bæði fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á að kynna sér styrki og samstarfstækifæri á sviði netöryggis.
👉 Skráning á viðburðinn á vef Rannís
„Við viljum hvetja öll sem starfa á sviði stafrænnar þróunar, nýsköpunar og öryggis til að kynna sér þessa styrki. Það er ótrúlega margt hægt að gera með réttri þekkingu og stuðningi,“
segir Hrannar Ásgrímsson, verkefnisstjóri Eyvarar.