Eyvör & ECCC – Nýr samningur um áframhaldandi samstarf tekur gildi

Þann 1. október síðastliðinn tók gildi nýr samningur um áframhaldandi samstarf á vettvangi Eyvarar NCC-IS. Samningurinn er gerður á milli innlendra aðila og Hæfnisseturs Evrópu í netöryggi (ECCC) og hefur það markmið að efla netöryggi, þekkingu og hæfni á þessu sviði hér á landi.

Nýr samningur tekur gildi.

Þann 1. október síðastliðinn tók gildi nýr samningur um áframhaldandi samstarf á vettvangi Eyvarar NCC-IS. Samningurinn er gerður á milli innlendra aðila og Hæfnisseturs Evrópu í netöryggi (ECCC) og hefur það markmið að efla netöryggi, þekkingu og hæfni á þessu sviði hér á landi. Fjarskiptastofa leiðir verkefnið og er Eyvör hýst á netöryggissviði stofnunarinnar. Samstarfið byggir á sex skilgreindum vinnupökkum, þar sem Fjarskiptastofa ber ábyrgð á þremur þeirra og aðrir samstarfsaðilar einum hver og er heildarverðmæti samningsins rúmar 500 milljónir kr.

Netöryggissvið Fjarskiptastofu fer með heildarstjórnun verkefnisins og ber ábyrgð á skilvirkri framkvæmd samningsins. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja íslenska netöryggissamfélagið, efla samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í gegnum samstarfsvettvang aðila og byggja upp norrænt samstarf. Þá felur verkefnið í sér stuðning við innleiðingu og framkvæmd evrópskrar netöryggislöggjafar, auk þróunar tæknilausna sem auka hagkvæmni við framkvæmd eftirlits og styrkja viðbúnað og viðnámsþol mikilvægra innviða.

Háskóli Íslands sinnir greiningu á fræðsluþörfum atvinnulífsins og samfélagsins í tengslum við netöryggi, og rannsakar nýjar áskoranir sem skapast vegna tækniframfara og stafrænnar umbreytingar. Þá vinnur skólinn að þróun þverfræðilegra viðmiða sem nýtast við mótun stefnu í fræðslu og rannsóknum og leggja grunn að markvissari fræðslu á sviði netöryggis.

Háskólinn í Reykjavík leiðir áframhaldandi uppbyggingu og þróun menntunar- og rannsóknarumhverfis á sviði netöryggis. Þar fer fram þróun námsleiða og námskeiða á háskólastigi, auk eflingar rannsóknaraðstöðu og samstarfs við norrænar fræðastofnanir. Þá er lögð áhersla á að efla fjölbreytileika í fræðslu með því að tengja saman ólíkar fræðigreinar og styrkja þannig breiða þekkingargrunn innan netöryggis.

Rannís ber ábyrgð á úthlutun styrkja til verkefna sem miða að því að efla netöryggisgetu í landinu. Styrkirnir beinast einkum að smáum og meðalstórum fyrirtækjum, innviðafyrirtækjum og opinberum stofnunum, með það að markmiði að styðja við auknar varnir, fræðslu og þróun á sviði netöryggis.  Sótt er um á vef Rannís:  Netöryggisstyrkur Eyvarar | Rannsóknamiðstöð Íslands

Fjarskiptastofa lýsir mikilli ánægju með samninginn áframhaldandi samstarf aðila og lítur samninginn sem mikilvægt skref í átt að markvissri uppbyggingu netöryggishæfni samfélagsins.

F.v. Unnur Kristín, Hans, Hrannar, Helmut og Eyjólfur

Þessi vefur er í vinnslu