Um okkur

Eyvör NCC-IS, hæfnisetur í netöryggi, er hluti af evrópsku netöryggisneti á vegum ECCC (European Cybersecurity Competence Centre). Setrið er samstarfsverkefni innviðaráðuneytisins, Fjarskiptastofu, Rannís, Háskóla Íslands, og Háskólans í Reykjavík og hefur það að markmiði að efla hæfni, rannsóknir og nýsköpun á sviði netöryggis. Hafa þessir aðilar hlotið beina styrki frá Evrópusambandinu til að efla getu háskólanna á sviði netöryggis, þekkingaruppbyggingu á netöryggi í íslensku samfélagi, stuðla að auknu samtali stjórnvalda og atvinnulífs sem og auka norrænt samstarf á þessu sviði.

Markmið Eyvarar NCC-IS er þannig bæði að styrkja rannsóknir, menntun og fræðslu á sviði netöryggis, sem og að auðvelda aðgengi íslenskra aðila að alþjóðlegum sóknarfærum. Meðal verkefna hennar er umsjón með netöryggisstyrkjum sem veittir eru til verkefna sem stuðla að aukinni hæfni og getu á þessu sviði.

Fjarskiptastofa leiðir nú starfsemi Eyvarar NCC-IS og hefur það hlutverk að samhæfa aðgerðir og stuðla að öflugri netöryggismenningu á Íslandi. Hefur hæfnisetrið Eyvör NCC-IS þegar hafið úthlutun styrkja til verkefna sem efla netöryggi.

Ný stjórn Eyvarar  NCC-IS, skipuð til tveggja ára, er eftirfarandi:

  • Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu (formaður)
  • Aðalsteinn Þorsteinsson, skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu
  • Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, forseti samfélagssviðs HR
  • Sigurður Magnús Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ
  • Sigurður Óli Sigurðsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís

Stýrihópur
Hópur aðila frá öllum samstarfsaðilunum. Stýrihópurinn fundar einu sinni á mánuði til að ræða verkefni sem eru í vinnslu innan í Eyvör NCC-IS. Haldnar eru fundargerðir eftir hvern fund og samþykktar af fundarmönnum. Staða á verkefnum og styrktarbeiðnir eru teknar fyrir á fundum stýrihópsins.

Ráðgefandi hópur
Hópur innan íslenska netöryggissamfélagsins, gefur ráð til Eyvarar NCC-IS um þarfir, stefnur og þróun í kringum netöryggi. Þessir aðilar geta ráðið til sín erlenda sérfræðinga til skrafs og ráðagerða. Hópnum er stýrt af Auðnu og hittist hann a.m.k. tvisvar á ári.

Fjarskiptastofa hlakkar til að leiða áframhaldandi uppbyggingu Eyvarar NCC-IS og efla netöryggisvitund, getu og nýsköpun í íslensku samfélagi.

Stjórnskipulag Eyvarar NCC-IS

Þessi vefur er í vinnslu