Verkefni

Bsides Reykjavík – Samfélagsmiðað netöryggi

BSides Reykjavík heldur árlega ráðstefnu og þjálfunarnámskeið í netöryggi þar sem áhersla er á lægri kostnað og aðgengi fyrir almenning.

Nanitor – Netþol smærri fyrirtækja

Nanitor aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki við að greina veikleika og styrkja netöryggi sitt – með áherslu á viðnámsþol (resilience).

BK85 ehf. – Vottanir og þekkingaruppbygging

Verkefnið miðar að því að styrkja netöryggisþekkingu á Íslandi með viðurkenndum vottunum og þjálfun í árásargreiningu (DFIR) og varnaraðferðum.

ORF Genetics – Skjöldur

Markmið verkefnisins „Skjöldur“ var að auka vitund starfsmanna um netógnir og bæta netöryggisinnviði fyrirtækisins.

Varist – Rafskotsvæðið

Stækkun á netöryggisæfingasvæði Varist til að bjóða einstaklingum og stofnunum öruggt umhverfi til að æfa bæði vörn og sókn í netöryggi.

uiData – DataCentral: Einföld og örugg gagnamiðlun

Verkefnið miðar að því að styrkja öryggi og aðgangsstýringu í gagnamiðlunarkerfi DataCentral. Lögð var áhersla á samþættingu við Entra ID og að bæta gagnaloggun og aðgangsstýringar.

Taktikal – Styrking netvarnar og þekkingar

Markmið verkefnisins var að efla viðnámsþol gagnvart netógnum með fræðslu starfsfólks og styrkingu innviða.

Memaxi ehf. – Öflugra öryggi í heilbrigðisþjónustu

Memaxi býður upp á lausnir fyrir áætlanir og samskipti í einstaklingsmiðaðri umönnun. Verkefnið snerist um að bæta öryggi kerfisins og samvirkni við önnur velferðarkerfi.

Evolv – Safer Startups

Fræðsla og innleiðing öryggisferla fyrir sprotafyrirtæki. Verkefnið snýst um að efla vitund, þjálfun og innviði í netöryggi – allt frá stefnumótun til kerfisvöktunar.

Múlaþing – Netöryggi og velferð barna og ungmenna

Verkefnið stuðlar að forvörnum, stafrænum læsi og öruggu netumhverfi fyrir börn, fjölskyldur, skóla og æskulýðsmiðstöðvar. Markmiðið er að byggja upp umhverfi þar sem ungt fólk getur þrifist á netinu af öryggi.

Hljóðbókasafn Íslands – Öruggt aðgengi fyrir alla

Verkefnið fólst í að uppfæra og herða netinnviði Hljóðbókasafnsins til að tryggja öryggi gagna og þjónustu fyrir blinda, sjónskerta og lesblinda notendur.

Verjumst – Einföld skref í átt að betra netöryggi

Aðgengilegt þjálfunarverkefni fyrir stjórnendur og leiðtoga sem bera nýjar skyldur samkvæmt NIS2 og skyldum reglum. Verkefnið sameinar einfalt GAP-greiningarkerfi með kennslu og leiðsögn.

Þessi vefur er í vinnslu