Verkefni

Dohop - Að byggja upp traust og auka vitund með stöðugri sjálfvirkni í öryggismálum

Samþætt sjálfvirkni fyrir öryggisskannanir. Innfæra öryggisbætur og sjálfvirknivæða reglu- og samræmi. Samvinna iðnaðarins og miðlun þekkingar.

Unbreached – Greindarvörn gegn netárásum

Unbreached þróar gervigreindarkerfi sem metur áhættu netárása, spáir í kröfugerðir og endurheimtarkostnað, og styður stjórnendur við upplýstar ákvarðanir.

Rafíþróttasamband Íslands – Netöryggi í tölvuleikjaheimum

Að efla netöryggi og ábyrgð í rafíþróttum, sérstaklega meðal barna og ungmenna.

Porcelain Fortress – Walk of Life

Spilakennsla með háðslegum undirtóni um lífið, vinnu og samfélag þar sem notendur læra um netöryggi í gegnum leik og raunverulegar aðstæður.

Miðeind – Málstaður: Gagnsæ gervigreind

Markmið verkefnisins var að tryggja að Málstaður væri öruggt, traust og gagnsætt AI-umhverfi þar sem gögn notenda væru varin.

Landspítali – Herðing Microsoft-umhverfis

Endurskipulagning stjórnendaheimilda, öryggisúttektir og herðing á Active Directory og M365 kerfum spítalans.

Lagaviti ehf. – Netöryggi í lögfræðiþjónustu

Þróun AI-hugbúnaðar fyrir lögfræðistörf með áherslu á hámarks netöryggi og trúnað gagna.

Klappir Green Solutions – Öryggi og sjálfbærni

Að styrkja netöryggi sjálfbærnikerfis Klappa með áherslu á innri vitund og viðnámsþol.

Ísafjarðarbær – Öryggisúttekt sveitarfélagsins

Fjögurra þrepa úttekt á netöryggi sveitarfélagsins: greining veikleika, prófanir og fræðsla til starfsfólks.

SecureIT - Netbrynja: Fræðsla fyrir börn og unglinga

Netbrynja er stafrænn vettvangur sem kennir börnum á aldrinum 8–15 ára að bera kennsl á netógnir og forðast þær með gagnvirku efni og aðstoð gervigreindar.

indó sparisjóður – Hackshop

Þróun öruggs hugbúnaðar með því að setja sig í spor árásaraðila og læra í gegnum leik og þjálfun.

Hulda Security – Snjallaðstoð í spilliforritagreiningu

„Hulda: Copilot for Malware Analysis“ – vettvangur sem einfaldar og hraðar greiningu á spilliforritum með gervigreind og API-samþættingu. Í prófunum hjá CERT-IS, Open Systems, ETH Zürich og Háskólanum í Álaborg.

Þessi vefur er í vinnslu